Rændu dönskum ellilífeyrisþega í Suður-Afríku

Lög­regla í Suður-Afr­íki hef­ur hand­tekið tvær kon­ur og karl­mann frá Úganda, sem grunuð eru um að hafa rænt 71 árs göml­um dönsk­um elli­líf­eyr­isþega ná­lægt Höfðaborg.

Að sögn frétta­vefjar Politiken fundu lög­reglu­menn í dag bíl Dan­ans í bæn­um Gugulet­hu. Er lög­regla að rann­saka bíl­inn.

Dan­inn heit­ir Pre­ben Povl­sen, verk­fræðing­ur og fyrr­um fram­kvæmda­stjóri tæknifyr­ir­tæk­is­ins. Hann á or­lofs­hús í Gor­don's Bay og hef­ur dvalið þar ásamt konu sinni. Hann fór að spila golf sl. mánu­dag og hef­ur ekki sést síðan.

Blaðið hef­ur eft­ir heima­mönn­um, að mann­rán séu ekki óal­geng á þessu svæði.

Fyr­ir

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert