Þing Kúbu mun fjalla um Kastró

Kastró ræðir við Luiz Inacio Lula da Silva, forseta Brasilíu, …
Kastró ræðir við Luiz Inacio Lula da Silva, forseta Brasilíu, í Havana í síðustu viku. Reuters

Nýtt þing Kúbu mun fjalla sérstaklega um það á fundi 24. febrúar hvort Fídel Kastró verður áfram forseti landsins. Raúl Kastró, bróðir Fídels og starfandi forseti, tilkynnti þetta í dag en þingkosningar standa nú yfir á Kúbu.

Kosið er til þings á Kúbu í dag. Kosningarnar eru heldur öðruvísi en hefðbundnar þingkosningar þar sem aðeins einn býður fram i hvert sæti á þinginu. Fídel Kastró er einn þeirra, en hann hefur ekki sést opinberlega í hálft annað ár.

614 frambjóðendur bjóða fram til jafn margra þingsæta. Engin kosningabarátta fer og aðeins einn flokkur er í framboði. Engu að síður er búist við yfir 90% kjörsókn.

Talsverðar breytingar eru þó framundan því kúbversk stjórnvöld hafa hvatt yngra fólk til að bjóða fram, en ráðamenn eru margir hverjir komnir til ára sinna.

Tveir þriðju frambjóðenda bjóða nú fram í fyrsta sinn, og eru flestir þeirra undir fimmtugu.

Þá er mikil umræða um það hvort hinn 81 árs gamli Kastró muni gefa kost á sér til forseta á ný. Nýtt þing verður að koma saman innan 45 daga frá kosningum og velja nýjan forseta. Þingið mun einnig tilnefna 31 þingmann í ríkisráðið, sem forseti landins stýrir.   



 

Minnisvarði um Ché Guevara í Havana á Kúbu.
Minnisvarði um Ché Guevara í Havana á Kúbu. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka