Fartölvu með persónulegum gögnum stolið

Des Browne, varnarmálaráðherra Bretlands.
Des Browne, varnarmálaráðherra Bretlands. Reuters

Í dag er áætlað að Des Browne varnarmálaráðherra Breta muni útskýra fyrir lögreglu hvarf á fartölvu með upplýsingum um tilvonandi nýliða hersins.  Er atvikið það nýjasta hjá bresku ríkisstjórninni í röð atvika þar sem gögn hafa týnst.

Á föstudaginn var opinberað að tölvunni hafi verið stolið í Birmingham úr bíl yfirmanns konunglega sjóhersins, þann 9.janúar síðastliðinn.

Varnarmálaráðuneyti Breta segir upplýsingarnar hafa m.a. verið vegabréfsnúmer, tryggingaupplýsingar, fjölskyldu og sjúkrasaga  600.000 manna. 

Stuldur á persónulegum upplýsingum vekur upp ótta hjá varnaryfirmönnum vegna áforma sem komust upp í fyrra um að ræna og myrða breskan hermann af múslimaætt.  Telja saksóknarar að ákveðinn hermaður frá Birmingham sé skotmark gengis.

Ríkisstjórn Gordon Brown hefur lent í röð af vandamálum hvað varðar meðhöndlun gagna.  Í fyrra týndu skattayfirvöld tölvudiskum með upplýsingum um hálfa þjóðina, þar á meðal bankaupplýsingum.

Í desember síðastliðnum sagði yfirmaður í samgöngukerfinu frá því að diskadrif með upplýsingum um 3 milljónir bílprófsumsækjanda hafi týnst í Bandaríkjunum.

Í síðustu viku fundust svo hundruð skjala á víð og dreif í hringtorgi með persónulegum upplýsingum fólks um bætur, bankayfirlit og vegabréfsafrit.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert