Ísraelar misreiknuðu áhrifin

Stuðningsmenn Fatah hreyfingarinnar söfnuðust saman í Ramallah á Vesturbakkanum í …
Stuðningsmenn Fatah hreyfingarinnar söfnuðust saman í Ramallah á Vesturbakkanum í gær til að sýna íbúum Gasasvæðisins stuðning. AP

Ísraelskir embættismenn sögðu í morgun að áhrif eldsneytisskorts á Gasasvæðinu, vegna aðgerða Ísraela, væru meiri en ísraelsk yfirvöld hafi séð fyrir. Ísraelar drógu mjög úr eldsneytisflutningi til svæðisins á föstudag og í gær var einu raforkustöð þess lokað vegna eldsneytisskorts. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz. Áður hafði talsmaður ísraelska varnarmálaráðuneytisins sakað Hamas-samtökin um að ýkja áhrif eldsneytisskortsins til að afla málstað sínum fylgis á alþjóðavettvangi. 

Algert rafmagnsleysi er nú í Gasasborg og eru tæki sjúkrahúsa þar knúin með varaafli sem talsmenn Hamas segja að muni ekki endast nema í örfáa daga.

 Ónafngreindir ísraelskir embættismenn segja að rafstöðin, sem um ræði sjái íbúum Gasasvæðisins einungis fyrir litlum hluta þess rafmagns sem þar sé nýtt. 75% þess komi frá Ísrael og 5% þess komi frá Egyptalandi. Því hafi ekki verið hægt að sjá fyrir að lokun raforkuversins hefði jafn umfangsmikil áhrif og raun sé á.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert