Ísraelar misreiknuðu áhrifin

Stuðningsmenn Fatah hreyfingarinnar söfnuðust saman í Ramallah á Vesturbakkanum í …
Stuðningsmenn Fatah hreyfingarinnar söfnuðust saman í Ramallah á Vesturbakkanum í gær til að sýna íbúum Gasasvæðisins stuðning. AP

Ísraelskir embættismenn sögðu í morgun að áhrif eldsneytisskorts á Gasasvæðinu, vegna aðgerða Ísraela, væru meiri en ísraelsk yfirvöld hafi séð fyrir. Ísraelar drógu mjög úr eldsneytisflutningi til svæðisins á föstudag og í gær var einu raforkustöð þess lokað vegna eldsneytisskorts. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz. Áður hafði talsmaður ísraelska varnarmálaráðuneytisins sakað Hamas-samtökin um að ýkja áhrif eldsneytisskortsins til að afla málstað sínum fylgis á alþjóðavettvangi. 

Algert rafmagnsleysi er nú í Gasasborg og eru tæki sjúkrahúsa þar knúin með varaafli sem talsmenn Hamas segja að muni ekki endast nema í örfáa daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka