Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, hefur hvatt alþjóðasamfélagið til að grípa inn í vegna rafmagnsleysisins á Gasasæðinu en slökkt var á einu rafstöðinni í Gasaborg í gær. Ísraelar hafa dregið verulega úr flutningi eldsneytis til svæðisins en segja þó nóg rafmagn á svæðinu til að ekki komi til neyðarástands.
Hamas-samtökin segja hins vegar að ekki hafi verið hægt að halda rafstöðinni gangandi vegna eldsneytisskorts og
„Allir leiðtogar Araba, beitið raunverulegum þrýstingi til að stöðva þennan glæp síonista," sagði Mashaal, sem búsettur er í Sýrlandi, í samtali við Al-Jazeera sjónvarpsstöðina. „Við erum ekki að biðja ykkur um að ráðast í hernað gegn Ísraelum heldur bara að standa við hlið okkar með sæmd.”
Gasaborg er nú myrkvuð og hafa íbúar reynt að hamstra matvæli og rafhlöður þar sem þeir búast ekki við að rafmagn komist á að nýju í bráð. Ísraelar saka hins vegar forsvarsmenn Hamas-samtakanna um að loka fyrir rafmagn að ástæðulausu til að afla sér samúðar á alþjóðavettvangi. „Loki þeir rafstöðinni þá er það ekki vegna eldsneytisskorts heldur af því að þeir vilja skapa andrúmsloft neyðarástands,” segir Shlomo Dror, talsmaður ísraelska varnarmálaráðuneytisins. Hann viðurkennir þó að aðgerðir Ísraels valdi íbúum Gasasvæðisins óþægindum en segir að þau jafngildi ekki neyðarástandi.
Ísraelar drógu verulega úr eldsneytisflutningi til Gasasvæðisins á föstudag vegna flugskeytaárása herskárra Palestínumanna þaðan yfir landamærin til Ísraels. Þeir segja íbúa Gasaborgar þó enn fá 60% þess rafmagns sem þeir hafa fengið fram til þessa.