Lyf og eldsneyti til Gasa

Rafmagnslaust er á Gasa og matur af mjög skornum skammti
Rafmagnslaust er á Gasa og matur af mjög skornum skammti AP

Ísraelar hafa samþykkt að hleypa hjálparsamtökum inn á Gasa svæðið í Palestínu með eldsneyti og lyf. Ehud Barak, varnamálaráðherra Ísraels gaf sjálfur leyfi fyrir flutningunum, sem fara fram á morgun.

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, ræddi við Barak og Ehud Olmert í síma fyrr í dag og hvatti þá til að opna aftur landamærin að Gasa að einhverju leyti.

Landamærunum að Gasa var lokað sl. föstudag en Ísraelar gripu til þess ráðs til að reyna að knýja fram stöðvun á eldflaugaárásum herskárra Palestínumanna inn í Ísrael.

Eldsneyti er á þrotum og er rafmagnslaust í íbúðahverfum og er eldsneyti á sjúkrahúsum senn á þrotum, varað hefur verið við því að þau geti lamast innan örfárra daga ef ekkert verði að gert.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert