Myrtu tvær mæður og börn þeirra

Andrea Yarrell með Charlii, fimm mánaða gamla dóttur sína.
Andrea Yarrell með Charlii, fimm mánaða gamla dóttur sína. AP

Morð á tveimur ungum konum og börnum þeirra hafa valdið miklu uppnámi í Indianapolis í Bandaríkjunum. Konurnar tvær, Gina Hunt og Andrea Yarrell, sem báðar voru 24 ára, héldu á börnum sínum, Jordan sem var ársgamall og Charlii, sem var 5 mánaða, þegar að var komið sl. mánudag. 

Fjórir karlmenn hafa nú verið handteknir, grunaðir um morð og rán. Þeir eru allir búsettir í Indianapolis en einn þeirra gaf sig fram við lögreglu og sagðist hafa verið viðstaddur en ekki tekið þátt í morðunum. Lögreglan hefur ekki viljað upplýsa hvað mönnunum gekk til.

 
Almenningur hefur lagt leikfangadýr, blóm og kort utan við húsið …
Almenningur hefur lagt leikfangadýr, blóm og kort utan við húsið í Indianapolis þar sem morðin voru framin. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert