Óttast óeirðir vegna myndar gegn íslam

Fyrirætlanir hollenska hægriþingmannsins Geert Wilders um að gera kvikmynd sem hann segir að muni sýna að Kóraninn, helgirit múslíma, „hvetji til morða“ hefur vakið ótta í landinu um að myndin muni valda óeirðum.

Jan Peter Balkanende forsætisráðherra hefur sagt að áætlanir Wilders og sú athygli sem þær hafi fengið á alþjóðavettvangi valdi stjórnvöldum miklum óþægindum.

„Við höfum oft lent í erfiðleikum, en þetta er mjög slæmt,“ sagði Balkenende í sjónvarpsviðtali.

Wilders er formaður Frelsisflokksins, sem er lengst til hægri. Hann greindi frá því í nóvember að nú í janúar myndi hann frumsýna tíu mínútna kvikmynd byggða á því viðhorfi sínu að Kóraninn veitti „hvatningu til óumburðarlyndis, morða og hryðjuverka.“

Ekki er enn ljóst hvort myndin mun nokkurntíma líta dagsins ljós, en hollensk stjórnvöld eru við öllu búin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert