Drög að hertum refsiaðgerðum samþykkt

Loftvarnabyssur í Natanz, þar sem Íranar auðga úran
Loftvarnabyssur í Natanz, þar sem Íranar auðga úran AP

Fastafulltrúar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna auk Þýskalands hafa samþykkt drög að hertum refsiaðgerðum gegn Írönum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra.

Tilkynnt var um þetta eftir fund ríkjanna, fulltrúa Þýskalands, Bandaríkjanna, Frakklands, Kína og Rússlands í dag.

Haft er eftir bandarískum embættismanni að samkvæmt tillögunni verði núverandi refsiaðgerðir hertar talsvert, t.a.m. með ferðabanni og frystingu eigna vissra aðila.

Íranar segja tilgang sinn með þróun kjarnorku vera friðsamlegan. Ýmsir ráðamenn á Vesturlöndum óttast þó að tilgangurinn sé sá að smíða kjarnavopn.

Tilraunir ríkjanna sex og Sameinuðu þjóðanna hafa enn engan árangur borið og halda Íranar kjarnorkuáætlun sinni áfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert