„Nakti hershöfðinginn“ játar að hafa borðað barnshjörtu

Milton Blahyi í hörðum deilum við samherja sinn í maí …
Milton Blahyi í hörðum deilum við samherja sinn í maí 1996. AP

Milt­on Bla­hyi, fyrr­ver­andi upp­reisn­ar­for­ingi í Afr­íku­rík­inu Líb­eríu, hef­ur játað að hafa tekið þátt í mann­fórn­um sem voru liður í hefðbundn­um at­höfn­um sem tryggja áttu sig­ur í orr­ust­um. Fórn­irn­ar hefðu m.a. falið í sér að börn voru tek­in af lífi, hjartað skorið úr þeim og það "hlutað í bita sem við átum."

Frá þessu grein­ir BBC.

Sögu­sagn­ir hafa verið um að mann­fórn­ir í blóðugu borg­ara­stríði sem geisaði í Líb­eríu frá 1979-1993, en þetta er í fyrsta sinn sem op­in­ber játn­ing hef­ur verið gef­in á því. Bla­hy er 37 ára og bet­ur þekkt­ur í Líb­eríu sem „Nakti hers­höfðing­inn“ vegna þess að hann var van­ur að ganga til orr­ustu allsnak­inn til að hræða óvin­inn.

Hann er nú pre­dik­ari, kall­ar sig Jos­hua og boðar frið, sátt og sam­lyndi. Er hann kom fyr­ir Sann­leiksnefnd Líb­eríu játaði hann að sveit­ir sín­ar hefðu orðið tutt­ugu þúsund manns að bana.

Í viðtali við BBC játaði hann að hafa tekið þátt í fórn­ar­at­höfn­um og borðað hjörtu úr börn­um.

Hann sagðist fyrst hafa tekið þátt í átök­um 1982, er hann var ell­efu ára.  Þegar upp­reisn hafi verið gerð gegn for­seta lands­ins, Samu­el Doe, hafi hann orðið að berj­ast með sveit­um for­set­ans þar sem þeir til­heyrðu sömu þjóð.

Bla­hyi barðist gegn her­sveit­um Char­les Tayl­ors, sem nú er fyr­ir rétti í Haag ákærður fyr­ir stríðsglæpi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka