Ræningjar komu sprengjum fyrir í Gautaborg

Grímuklæddir ræningjar, sem rændu aðalpósthúsið í Gautaborg í nótt, eru taldir hafa komið fyrir að minnsta kosti fjórum sprengjum við pósthús og lögreglustöð í borginni. Stór svæði hafa verið rýmd og sprengjusveitir lögreglu rannsaka sprengjurnar. Ræningjarnir kveiktu einnig í bílum við pósthúsið og dreifðu nöglum á götur til að hindra eftirför.

Á fréttavef Dagens Nyheter segir, að tímastillir á einni sprengjunni hafi verð stilltur á klukkan 5:15. Sprengjan sprakk ekki en óvíst er hvort sprengjan var ekki virk eða hvort kveikibúnaðurinn bilaði.

Aftonbladet segir, að tveir grímuklæddir menn vopnaðir haglabyssum hafi ruðst inn í pósthúsið og skipað starfsfólki að leggjast á gólfið. Þeir hurfu síðan á brott en áður höfðu þeir komið sprengju fyrir framan við lögreglustöð í nágrenninu og þannig lokað lögreglumenn inni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert