Vesturveldin hvött til undirbúnings kjarnorkuárása

Fimm fyrrum yfirmenn herafla Bandaríkjanna, Bretlands,  Frakklands, Hollands,   Þýskalands hafa hvatt Atlantshafsbandalagið (NATO) til að búa sig undir að þurfa að beita kjarnorkuvopnum til fyrirbyggjandi árása. Þá staðhæfa þeir að heimurinn verði aldrei kjarnorkuvopnalaus á ný. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Mennirnir hafa sent æðstu ráðamönnum NATO og innan Bandaríkjastjórnar skýrslu þar sem þeir segja að Vesturlönd verði alltaf að vera búin undir kjarnorkustyrjöld.

Einnig hvetja þeir til grundvallabreytinga á starfsemi NATO og þess að gerð verði samræmd aðgerðaáætlun  Bandaríkjanna, Evrópusambandisins og NATO á grundvelli þeirra aðstæðna sem sköðuðust í heiminum í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum árið 2001.

„Hættan á útbreiðslu kjarnorkuvopna er yfirvofandi og með henni verður hættan á kjarnorkustyrjöld raunverulegri," segir í skýrslunni sem m.a. er byggð á samtölum mannanna við yfirmenn herja landanna sem enn eru við störf. „Möguleikinn á að verða fyrri til að beita kjarnorkuvopnum er hið raunverulega verkfæri til að koma í veg fyrir að gereyðingarvopnum verði beitt."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka