Ísraelski forsætisráðherrann Ehud Olmert varaði í dag við því að Ísraelar myndu ekki leyfa íbúum Gasa að lifa eðlilegu lífi meðan ísraelskir íbúar við landamærin að Gasa þyrftu að þola stöðugar eldflaugaárásir.
Olmert talaði í dag á árlegrli ráðstefnu um öryggismál í bænum Herzliya í Ísrael. Olmert sagðist ekki munu láta neyðarástand skapast á Gasa, en hét því að halda áfram aðgerðum gegn herskáum Palestínumönnum sem gera árásir nær daglega.
Sagðist Olmert ekki ætla að stöðva matarsendingar til barna eða lyfja fyrir þá sem á þyrftu að halda. „En heldur nokkkur í alvöru að börn okkar væti rúm sín á kvöldin af ótta og þori ekki að fara út úr húsi, en þeir (íbúar Gasa) fái að lifa sínu lífi rólega og eðlilega?"
Olmert sagði hins vegar að núverandi stjórn Palestínu, undir stjórn forsetans Mahmoud Abbas, væri sú sem hentaði best fyrir friðarviðræður.
„Það er engin palestínsk stjórn sem hentar vetur en þessi til að ræða um frið", sagði olmert og sagðist vinna að því að standa við fyrirheit sín um að ljúka við friðarsamkomulag á þessu ári.