Engar líkur á aðgerðum gegn Íran

John Bolton, er hann var sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.
John Bolton, er hann var sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ. Reuters

John Bolton, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að nærri engar líkur séu á því að George W. Bush Bandaríkjaforseti veiti samþykki sitt fyrir því að gerð verði árás á Íran áður en hann lætur af embætti í janúar á næsta ári. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

„Líkurnar á því að Bandaríkjastjórn samþykki hernaðaraðgerðir gegn Írönum áður en hún lætur af völdum eru nálægt 0%,” segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert