John Bolton, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að nærri engar líkur séu á því að George W. Bush Bandaríkjaforseti veiti samþykki sitt fyrir því að gerð verði árás á Íran áður en hann lætur af embætti í janúar á næsta ári. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.
„Líkurnar á því að Bandaríkjastjórn samþykki hernaðaraðgerðir gegn Írönum áður en hún lætur af völdum eru nálægt 0%,” segir hann.