John Hogan ekki sakhæfur

Breskur maður sem stökk niður af hótelsvölum með tvö börn sín með þeim afleiðingum að sonur hans lést af fallinu verður ekki ákærður fyrir morð.  Grískur réttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn væri ekki sakhæfur vegna geðveiki.

Réttur í Hanía á Krít gaf þá fyrirskipun að John Hogan fari í lögboðna og ótímasetta meðferð á grísku geðsjúkrahúsi, þar sem hann sé talinn hættulegur umhverfi sínu.

Dómararnir fjórir og þrír í kviðdómi ákváðu að Hogan teljist ekki sakhæfur fyrir að drepa son sinn né fyrir að reyna að drepa dóttur sína.

Hogan stökk af svölum á fjórðu hæð hótels á Krít þann 15.ágúst 2006 eftir rifrildi við konu sína.  Sex ára sonur hans dó eftir fallið en tveggja ára dóttir hans lifði af. Hjónin hafa síðan skilið.

Lögfræðingar Hogans segja hann hafa verið andlega veikan þegar atvikið gerðist og að í fjölskyldu hans sé forsaga af þunglyndi.

John Hogan fyrir rétti.
John Hogan fyrir rétti. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert