Tíu í gæsluvarðhald vegna skipulagningar hryðjuverka í Barcelona

Spænska lögreglan fann útbúnað sem talið er að hafa átt …
Spænska lögreglan fann útbúnað sem talið er að hafa átt að nota til sprengjugerðar. AP

Tíu hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Barcelona á Spáni vegna gruns um að þeir hafi undirbúið hryðjuverkaárásir í borginni. Dómarinn sem kvað upp dóminn segir að mennirnir hafi fyrirhugað sjálfsvígsárásir í almenningssamgangnakerfi borgarinnar og átti að gera árásirnar um síðustu helgi.

Alls voru fjórtán handteknir um síðustu helgi í umfangsmiklum aðgerðum vegna málsins, en tveir voru látnir lausir í gær. Þá hafa tveir til viðbótar verið látnir lausir í kjölfar ákvörðunar dómarans.

Tólf þeirra sem handteknir voru um síðustu helgi eru Pakistanar og tveir Indverjar. Ekki er vitað um þjóðerni þeirra sem látnir voru lausir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert