Tíu hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Barcelona á Spáni vegna gruns um að þeir hafi undirbúið hryðjuverkaárásir í borginni. Dómarinn sem kvað upp dóminn segir að mennirnir hafi fyrirhugað sjálfsvígsárásir í almenningssamgangnakerfi borgarinnar og átti að gera árásirnar um síðustu helgi.
Alls voru fjórtán handteknir um síðustu helgi í umfangsmiklum aðgerðum vegna málsins, en tveir voru látnir lausir í gær. Þá hafa tveir til viðbótar verið látnir lausir í kjölfar ákvörðunar dómarans.
Tólf þeirra sem handteknir voru um síðustu helgi eru Pakistanar og tveir Indverjar. Ekki er vitað um þjóðerni þeirra sem látnir voru lausir.