Prodi sagði af sér

Þingmenn stjórnarandstöðunnar fögnuðu sigri með kampavíni og skinku í þinghúsinu …
Þingmenn stjórnarandstöðunnar fögnuðu sigri með kampavíni og skinku í þinghúsinu í kvöld. Reuters

Romano Prodi gekk í kvöld á fund Giorgio Napolitano, forseta Ítalíu, og sagði af sér sem forsætisráðherra landsins en Prodi varð undir í atkvæðagreiðslu í öldungadeild ítalska þingsins í kvöld um traustsyfirlýsingu á ríkisstjórn hans. Prodi var beðinn um að sitja áfram þar til ný stjórn verður mynduð.

Napopitano getur boðað til nýrra þingkosninga þótt kjörtímabilið sé ekki liðið eða beðið annan stjórnmálaleiðtoga að reyna að mynda nýja ríkisstjórn. Hann mun hefja viðræður við leiðtoga stjórnmálaflokka á morgun um málið.

Prodi, sem er 69 ára að aldri, hefur stýrt ríkisstjórn mið- og vinstriflokka á Ítalíu í tæp tvö ár. Ríkisstjórnin missti nauman meirihluta sinn í öldungadeildinni eftir að  smáflokkurinn UDEUR ákvað að styðja ekki traustsyfirlýsingu við stjórnina.

Traustsyfirlýsing Prodis var samþykkt með miklum mun, 326 atkvæðum á móti 275, í neðri deild ítalska þingsins í gær en í kvöld tapaði hann atkvæðagreiðslu í öldungadeildinni með 161 atkvæði gegn 156. 

Mikil spenna var í þingsalnum og uppnám varð þegar  Nuccio Cusumano, þingmaður UDEUR, lýsti því yfir að hann hefði skipt um skoðun og myndi greiða Prodi atkvæði.  Tommaso Barbato, þingflokksformaður UDEUR, sleppti sér af reiði og jós skömmum yfir Cusumano, sem brast í grát og var borin út úr þingsalnum á börum.

Romano Prodi bíður þungbúinn eftir úrslitum í atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu …
Romano Prodi bíður þungbúinn eftir úrslitum í atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina. Reuters
Giovanna Melandri, íþróttamálaráðherra Ítalíu, bregst við niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar í kvöld.
Giovanna Melandri, íþróttamálaráðherra Ítalíu, bregst við niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar í kvöld. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert