Ísraelar útiloka ekki samstarf

Hernaðaraðgerðum Ísraela og einangrun Gasasvæðisins var mótmælt í Amman, höfuðborg …
Hernaðaraðgerðum Ísraela og einangrun Gasasvæðisins var mótmælt í Amman, höfuðborg Jórdaníu í dag. AP

Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels, segir hugsanlegt að Ísraelar fallist á að yfirvöld á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum (PA) taki að sér að sjá um eftirlit á landamærum Ísraels og sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna. 

„Geti eftirlit PA verið jafn skilvirkt og eftirlit Jórdana, Egypta og jafnvel Sýrlendinga myndum við íhuga að draga verulega úr afskiptum okkar af ástandinu en á þessu stigi málsins lofum við þó engu,” segir hann Salam Fayyad, forsætisrápherra heimastjórnar Palestínumanna, segir yfirlýsingu Baraks vekja vonir.

„Við verðum að taka áhyggjur Ísraela af öryggismálum til alvarlegrar athugunar,” segir hann. „Við erum staðráðin í að vinna að því á friðsamlegan hátt og án ofbeldis að leysa deilur okkar.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert