Erich Kästner, síðasti eftirlifandi þýski hermaðurinn sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni, er látinn 107 ára að aldri. Kästner var í þýska hernum í fjóra mánuði þegar hann var átján ára árið 1918.
Að sögn þýskra fjölmiðla er almennt talið að enginn sé nú á lífi, sem barðist fyrir Þýskaland í fyrri heimsstyrjöld. Hins vegar hafi ekki verið haldnar neinar skrár um þýska hermenn sem börðust í heimsstyrjöldinni fyrri og síðari.