„Skapandi kapítalismi“ til hjálpar fátækum

Bill Gates, forstjóri Microsoft og einn ríkasti maður heims, sagði á efnahagsmálaráðstefnunni sem nú stendur í Davos í Sviss, að þörf væri á nýrri gerð kapítalisma sem betur þjónaði fátæku fólki í heiminum, en veitti samt hagnað og viðurkenningu.

Hvatti Gates til þess að komið yrði á nýrri gerð „skapandi kapítalisma,“ sem fæli í sér að „stjórnvöld og sjálfstæð samtök vinni saman að því að gera markaðsöflin víðtækari þannig að fleira fólk geti hagnast á eða hlotið viðurkenningu fyrir vinnu sem dregur úr ójafnrétti í heiminum.“

Stjórnmála- og kaupsýsluleiðtogarnir sem saman eru komnir til árlegs fundar í Davos hafa reyndar að þessu sinni mest rætt um hættuna á efnahagssamdrætti í Bandaríkjunum og hugsanlegum afleiðingum hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka