„Skapandi kapítalismi“ til hjálpar fátækum

00:00
00:00

Bill Gates, for­stjóri Microsoft og einn rík­asti maður heims, sagði á efna­hags­málaráðstefn­unni sem nú stend­ur í Dav­os í Sviss, að þörf væri á nýrri gerð kapí­tal­isma sem bet­ur þjónaði fá­tæku fólki í heim­in­um, en veitti samt hagnað og viður­kenn­ingu.

Hvatti Gates til þess að komið yrði á nýrri gerð „skap­andi kapí­tal­isma,“ sem fæli í sér að „stjórn­völd og sjálf­stæð sam­tök vinni sam­an að því að gera markaðsöfl­in víðtæk­ari þannig að fleira fólk geti hagn­ast á eða hlotið viður­kenn­ingu fyr­ir vinnu sem dreg­ur úr ójafn­rétti í heim­in­um.“

Stjórn­mála- og kaup­sýslu­leiðtog­arn­ir sem sam­an eru komn­ir til ár­legs fund­ar í Dav­os hafa reynd­ar að þessu sinni mest rætt um hætt­una á efna­hags­sam­drætti í Banda­ríkj­un­um og hugs­an­leg­um af­leiðing­um hans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert