Bandarískum hjálparstarfsmanni rænt í Afganistan

Konan starfar við hjálparstörf í Afganistan.
Konan starfar við hjálparstörf í Afganistan. AP

Bandarískri konu, sem starfar við hjálparstörf í Afganistan, og bílstjóra hennar hefur verið rænt. Þau voru tekin höndum þar sem þau voru á ferð í hinum róstusama suðurhluta landsins.

Vopnaðir menn rændu þeim skammt frá Kandahar að sögn héraðsstjórans Asadullah Khalid. Fram kemur á fréttavef BBC að ekki sé vitað hverjir voru að verki. Khalid segir mannræningjana vera óvini íslam og Afganistan.

Haft er eftir Khalid að konan sé 49 ára gömul og hafi verið klædd í bláa búrku þegar henni var rænt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert