Eftirspurn eftir dönsku sæði

Mik­il eft­ir­spurn er eft­ir dönsku sæði á meðal sænskra kvenna. Ástæðan mun vera sú að sam­kvæmt dönsk­um lög­um eru sæðis­gjaf­ir nafn­laus­ar en í Svíþjóð eru upp­lýs­ing­ar um sæðis­gjafa skráðar og því geta börn sem get­in eru með sænsku sæði leitað uppi feður sína óski þau þess. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Í Dan­mörku fá hvorki kon­ur, sem fá gjafa­sæði, né karl­ar, sem gefa það, upp­lýs­ing­ar um það hvaðan sæðið kem­ur og hver fær það.   

„Þær ótt­ast að það komi síðar upp vanda­mál, sé sæðis­gjaf­inn nafn­greind­ur. Ég myndi halda að bara á okk­ar stofu muni fleiri en hundrað sænsk­ar kon­ur gang­ast und­ir tækni­frjóvg­un­ar­meðferð á þessu ári,” seg­ir  Kaare Ryga­ard yf­ir­lækn­ir tækni­frjóvg­un­ar­stof­unn­ar Triang­len í Kaup­manna­höfn.

Hann seg­ir einnig ljóst að mun færri dansk­ir karl­ar myndu gefa sæði yrði lög­un­um breytt þannig að sæðis­gjaf­ir yrðu ekki leng­ur nafn­laus­ar. „Flest­ir sæðis­gjaf­ar eru ung­ir menn sem eru ef til vill í námi og bæta fjár­hag­inn með þeim pen­ing­um sem þeir fá fyr­ir sæðis­gjaf­ir. Þeir myndu ör­ugg­lega hætta því ættu þeir á hættu að þau börn, sem get­in eru með sæði þeirra, leiti þá uppi,” seg­ir hann og bæt­ir því við að sæðis­gjaf­ar fái um að bil 500 dansk­ar krón­ur þ.e. um 6.400 ís­lensk­ar krón­ur fyr­ir sæðis­skammt­inn. 

Lars Kambjer­re, sér­fræðilækn­ir í Hró­arskeldu, seg­ir í sam­tali við dag­blaðið Rosk­ilde að sænsk­ar kon­ur geti þó ein­ung­is geng­ist und­ir tækni­frjóvg­un­ar­meðferð á einka­stof­um í Dan­mörku þar sem þær greiða fyr­ir þjón­ust­una úr eig­in vasa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert