Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hefur varað Vesturlönd við því að það muni hafs mikil áhrif á Vesturlöndum tapi yfirvöld í Pakistan stríði sínu við öfga- og hryðjuverkamenn. Musharraf sagði í ræðu sem hann flutti í Bretlandi í gær að yfirvöld á Vesturlöndum ættu því fremur að hvetja og styðja yfirvöld í landinu en að gagnrýna þau. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
„Við erum í framvarðalínunni í baráttunni gegn hryðjuverkum og öfgahyggju og árangur okkar skiptir því sköpum. Við verum að sigra því ef við töpum þá tel ég að það muni hafa áhrif á heimshlutann og allan heiminn, jafnvel líka á strætumEvrópu,” sagði hann er hann ávarpaði samtökin Royal United Services Institute (RUSI) í London.