Benedikt XVI páfi hvatti fulltrúa kaþólsku kirkjunnar til þess í dag að sýna aðhald varðandi ógildingu hjónabanda. Sagði hann að ákvarðanir svæðisbundinna kirkjuyfirvalda mættu ekki brjóta gegn grundvallarhugmyndum kirkjunnar.
Páfi hvatti fulltrúa kirkjunnar, um allan heim til að hafa alltaf varanleika hjónabandsins að leiðarljósi og varaði við hættunni á því að menningarmunur og mismunandi lagaumhverfi dragi úr samræmingu og staðfestu kirkjunnar.
Mikil fjölgun hefur orðið á ógildingu kaþóslkra hjónabanda á undanförnum árum en samkvæmt reglum kaþólsku kirkjunnar má einungis ógilda hjónabönd sé annar aðilinn tilfinningalega vanþroska eða ófær um að sinna hjónabandsskyldum sínum.