Útlit fyrir sigur Obama

Barack Obama heimsótti Harper's veitingastaðinn í Columbia í Suður Karólínu …
Barack Obama heimsótti Harper's veitingastaðinn í Columbia í Suður Karólínu í dag. AP

Mikil þátttaka hefur verið í kosningu um forsetaefni demókrataflokksins í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum í dag. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Zogby mun Barak Obama hljóta 41% atkvæða, Hillary Clinton 26% atkvæða og Edwards 19% atkvæða en Edwards bar sigur úr býtum í samsvarandi kosningu í ríkinu árið 2004.

Skoðanakannanir benda til þess að Obama sæki fylgi sitt í ríkinu að mestu til svarta kjósenda. Hann vísar því þó algerlega á bug að framboð hans hafi skipt flokksmönnum fylkingar svarta og hvítra kjósenda. „Við sigruðum í Iowa, þar sem 94% kjósenda voru hvítir,” sagði hann í viðtali á MSNBC sjónvarpsstöðinni í dag. „Ég er algerlega sannfærður um að þegar litið er yfir það hvaðan stuðningur okkar kemur á landsvísu þá stöndum við mjög vel.”

Clinton neitaði í dag að segja nokkuð um það hver hún teldi úrslitin verða. „Ég er bara að hafa það skemmtilegt. Ég elska það að fara út og tala við fólk. Ég held að fólk hugsi fyrst og fremst um framtíðina. Ég held að það vilji vita að það fái forseta sem lætur sé annt um það og börnin þeirra,” sagði hún. 

Það þykir hins vegar benda til þess að Clinton hafi sætt sig við að bíða lægri hlut í kosningunum að hún hyggst ekki bíða eftir að úrslit liggja fyrir í ríkinu heldur halda til Tennessee um leið og kjörstöðum hefur verið lokað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert