Talið er að a.m.k. níu manns hafi látist í átökum fólks af ólíkum ættbálkum í bænum Naivasha í vesturhluta Kenýa í dag. Fréttir hafa einnig borist af átökum í nágrannabæ Nakuru, þar sem hvað mest hefur verið um blóðug átök að undanförnu. Þá hafa hópar vopnaðra ungmenna lokað helsta veginum á milli Makuru og höfuðborgarinnar Nairobi. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.