Fylgi Ny Alliance aldrei minna

Fylgi við danska stjórnmálaflokkurinn Ny Alliance er við það að þurrkast úr samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Flokkurinn mælist nú með 1,1% fylgi og hefur stuðningur við hann aldrei verið minni. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten 

 Flokkurinn studdi ríkisstjórnina í umdeildu innflytjendamáli á þingi í vikunni og bjargaði henni þannig frá því að lenda í minnihluta í atkvæðagreiðslu. Eftir atkvæðagreiðsluna lýsti formaður hans Naser Khader því hins vegar yfir að hann væri reiðubúinn til að fella stjórnina fái hann ekki að hafa áhrif á stefnumótun stjórnarinnar í innflytjendamálum.

„Þetta hafa verið átakamiklir dagar. Við höfum verið undir þrýstingi úr öllum áttum og svo stendur maður uppi með sárt ennið," segir flokksmaðurinn Anders Samuelsen í viðtali við Berlingske Tidende.

Hann segist þó fullviss um að fylgi flokksins muni aukast á ný þegar áhrif hans fari að koma fram í stefnu stjórnarinnar í innflytjendamálum.

Samkvæmt könnuninni myndi stjórni halda velli væri gengið til kosninga í Danmörku nú.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert