Hópur fólks lét ekki vetrarkuldann í Barcelona á Spáni í dag á sig fá heldur lagðist nakinn utan við dómkirkju borgarinnar í dag. Markmiðið var að mótmæla notkun loðfelda í fataframleiðslu en dýraverndunarsamtök hafa oft gripið til óvenjulegra aðferða til að koma skoðunum sínum á framfæri.