Obama sigraði í Suður-Karólínu

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama fór með öruggan sigur af hólmi í forkosningum Demókrataflokksins í Suður-Karólínu í dag, að sögn bandarískra sjónvarpsstöðva en kjörstöðum var lokað á miðnætti að íslenskum tíma. Obaman fékk 55% atkvæða en Hillary Clinton 27% og John Edwards 18%.

Þetta er annar sigur Obama í forkosningum en hann sigraði í fyrsta prófkjöri flokksins í Iowa. Skoðanakannanir bentu einnig til þess að hann myndi sigra í New Hampshire en   Clinton fór óvænt með sigur af hólmi þar.

Niðurtaðan var mikil vonbrigði fyrir Edwards   en hann fæddist í Suður-Karólínu og vann þar öruggan sigur í forkosningum fyrir fjórum árum. 

AP fréttastofan segir, að um helmingur þeirra, sem tóku þátt í forkosningunum í dag, hafi verið blökkumenn og fjórir af hverjum fimm þeirra studdu Obama. Clinton og Edwards fengu um 40% atkvæða hvítra kjósenda hvort en Obama fékk um fimmtung þeirra atkvæða.

5. febrúar fara fram forkosningar í 22 ríkjum og er talið að þá muni úrslitin ráðast hjá báðum flokkum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert