Unnið að lokun landamæranna

Palestínumenn fara yfir landamæri Gasasvæðisins og Egyptaland við Rafah landamærastöðina.
Palestínumenn fara yfir landamæri Gasasvæðisins og Egyptaland við Rafah landamærastöðina. AP

Egypt­ar freista þess nú, með aðstoð ör­ygg­is­veita Ham­as-sam­tak­anna, að ná stjórn á ástand­inu á landa­mær­um Egypta­lands og Gasa­svæðis­ins. Tekið hef­ur verið fyr­ir um­ferð öku­tækja yfir landa­mær­in og eft­ir­lit aukið með um­ferð til og frá landa­mæra­bæn­um Rafah. Þá hef­ur gat á landa­mæra­veggn­um verið fyllt af sandi.

Egypsk­ir lög­reglu­menn hafa einnig gefið sig á tal við Palestínu­menn á göt­um bæj­ar­ins El-Arish, sem er í ná­grenni Rafah, og skipað þeim að halda heim. Þá hafa versl­un­ar­eig­end­ur í bæn­um fengið fyr­ir­mæli um að hætta viðskipt­um við Palestínu­menn

Ah­med Aboul Gheit, ut­an­rík­is­ráðherra Egypta­lands, átti fund með Salam Fayyad, for­sæt­is­ráðherra heima­stjórn­ar Palestínu­manna í dag og sagði að þeim fundi lokn­um að Egypt­ar styddu eldra sam­komu­lag um að yf­ir­völd í Ísra­el og á palestínsku sjálf­stjórn­ar­svæðunum fari með landa­mæra­eft­ir­lit á svæðinu í sam­vinnu við eft­ir­lits­menn Evr­ópu­sam­bands­ins.

Ham­as-sam­tök­in sem fara með völd á Gasa­svæðinu, neita hins­veg­ar að virða þetta sam­komu­lag. „Við verðum að kom­ast að nýju sam­komu­lagi varðandi landa­mæri Palestínu og Egypta­lands með viðræðum Ham­as, Fatah og Egypta­lands,” sagði Sami Abu Zu­hri,talsmaður Ham­as-sam­tak­anna í morg­un. „Við vilj­um taka af all­an vafa um það að Rafah landa­mæra­stöðin er landa­mæra­stöð Palestínu­manna og Egypta og að við mun­um ekki sætta okk­ur við neina þá  lausn máls­ins sem er ekki í sam­ræmi við það."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert