Fimm bandarískir hermenn létu lífið í sprengingu

Fimm bandarískir hermenn létu lífið í sprengingu.
Fimm bandarískir hermenn létu lífið í sprengingu. STRINGER/IRAQ

Fimm bandarískir hermenn létu lífið í írösku borginni Mosul eftir að ökutæki þeirra varð fyrir vegsprengju.  Hermennirnir voru í eftirlitsferð um borgina þegar sprengjan sprakk. 

Aðrir hermenn urðu fyrir skotárás vopnaðra uppreisnarmanna úr nálægri mosku.  Íraski herinn og bandarískir hermenn lokuðu svæðinu og skotbardagi hófst á milli þeirra og uppreisnarmannanna.  Íraskir hermenn fóru inn í moskuna en uppreisnarmennirnir voru þá farnir af vettvangi.

Árásin kemur í kjölfar nýlegra sprenginga í Mosul þar sem tugir manna hafa látið lífið, þar á meðal lögreglustjóri borgarinnar.

Írakar og Bandaríkjamenn hafa hafið aðgerðir gegn al-Qaeda í Mosul og hefur forsætisráðherra Íraks Nuri al-Maliki lofað að berjast við áhrif al-Qaeda í borgum landsins.

3940 Bandarískir hermenn hafa látið lífið í Írak síðan Bandaríkjmenn hófi innrás í landið árið 2003.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert