Finnsk stúlka grunuð um skipuleggja morð

Finnsk stúlka er grunuð um að hafa skipu­lagt morð á móður sinni með því að ráða menn til þess að drepa hana.  Móðir stúlk­unn­ar lifði árás­ina af. 

Fimm manns, þar á meðal stúlk­an sem er 19 ára, og tveir tví­tug­ir menn, hafa verið hand­tek­in og ákærð fyr­ir til­raun til morðs og fyr­ir að vera vitorðsmenn.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um lög­reglu fóru þrír menn á heim­ili fórn­ar­lambs­ins þann 16.janú­ar og sögðu móður stúlk­unn­ar að þeir vildu ræða við hana um mál sem varðaði dótt­ur henn­ar. 

Eft­ir að kon­an hleypti þeim inn var hún lam­in í haus­inn með kross­boga og ör en henni tókst að sleppa með því að læsa sig úti á svöl­um og hrópa á hjálp.

Árás­ar­menn­irn­ir voru fljót­lega hand­tekn­ir.  Einn fannst með kross­bog­ann en örin fannst á heim­ili móður­inn­ar.

Rann­sókn­ar­menn fundu einnig skrifuð skila­boð frá stúlk­unni þar sem hún býður fram pen­inga til þess að fá móður sína myrta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka