Prófskírteini frá McDonalds

Breska ríkisstjórnin ætlar að gefa skyndibitakeðjuni McDonalds leyfi til þess að veita ungum starfsmönnum prófskírteini sem samsvarar  gagnfræðiskólaskírteini.

Að úthluta skírteinum og gráðum er hluti af nýjum róttækum áformum um að hrista upp í velferðarkerfi og starfsþjálfun í Bretlandi.

Lestarfyrirtæki og lággjaldaflugfélag eru meðal fyrirtækja sem munu einnig geta gefið ungum starfsmönnum sem standa sig vel hæfnisskírteini í „grundvallar starfsmannastjórnun."

Hugmyndin er að veita nemendum fjárhagslega burði og praktíska kunnáttu í að halda utan um rekstur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert