Lögregla hefur handtekið 150 manns í bæjunum Naivasha og Nakuru í vesturhluta Kenýa en fólkið er sakað um morð og íkveikjur. A.m.k. nítján manns létu lífið í átökum og árásum um helgina en hátt í 800 manns hafa látið lífið í átökum á milli ættbálka í landinu frá því í lok desember. Þetta kemur fram fréttavef BBC.
Kofi Annan, fyrrum framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sem er staddur í landinu, hvatt til þess að herlið verði send út á götur borganna til að stemma stigu við ofbeldinu.