40 börn fundust í vörubíl í Mósambík

Fjörutíu börn fundust í vörubíl í Mósambík. Á myndinni sést …
Fjörutíu börn fundust í vörubíl í Mósambík. Á myndinni sést barn frá Mósambík. HO

Lögregla í Mósambík hefur handtekið bílstjóra vörubíls sem fannst með fjörutíu börn innanborðs.  Grunur leikur á að um mansal sé að ræða og að  selja hafi átt börnin  til Suður-Afríku.

Um var að ræða drengi á aldrinum fimm til þrettán ára, en þeir fundust aftast í vörubílnum sem var stöðvaður af lögreglu í Manica héraði.

Drengirnir höfðu ferðast 600 kílómetra frá norðri og talið er að loka áfangastaður vörubílsins hafi átt að vera Suður-Afríka þar sem óttast er að hafi átt að selja drengina.

Mannréttindasamtök hafa áður vakið athygli á mansali í Mósambík og Suður-Afríku og óttast að börn séu seld á milli landanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert