Berlusconi vill kosningar

Berlusconi vill fá kosningar á Ítalíu sem fyrst.
Berlusconi vill fá kosningar á Ítalíu sem fyrst. Reuters

Fyrr­um for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu , Sil­vio Berlusconi, kall­ar eft­ir kosn­ing­um fljót­lega til þess að binda enda á það ástand sem rík­ir í stjórn­mál­um lands­ins.  „Við telj­um að það eina í stöðunni sé að halda kosn­ing­ar til þess að fá stjórn til starfa í land­inu sem fyrst," sagði Berlusconi.

Gi­orgio Na­politano, for­seti Ítal­íu, lauk fjög­urra daga viðræðum við póli­tíska leiðtoga í dag. Hann sagði á blaðamanna­fundi að hann muni taka sér tíma til þess að hugsa um málið áður en hann tek­ur ákvörðun um hvernig binda skuli enda á póli­tíska óvissu í land­inu eft­ir af­sögn for­sæt­is­ráðherr­ans Romano Prodi í síðustu viku.

Na­politano sagði ástandið „flókið og erfitt" vegna klofn­ings í stjórn­mál­um lands­ins.  Hann sagði ekki hversu mikl­um tíma hann myndi verja í ákv­arðana­töku.

Prodi sagði af sér á fimmtu­dag­inn síðastiðinn eft­ir að hann varð und­ir í at­kvæðagreiðslu um trausts­yf­ir­lýs­ingu á rík­is­stjórn hans.  Hann gegndi embætti for­sæt­is­ráðherra í 20 mánuði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert