Fleiri látast af völdum fuglaflensu

Hæstu tölu látinna af völdum fuglaflensu er að finna í …
Hæstu tölu látinna af völdum fuglaflensu er að finna í Indónesíu. Reuters

Tví­tug kona lést úr H5N1 af­brigði fuglaflensu í Jakarta í morg­un og er hún sú 100 sem læt­ur lífið úr sjúk­dómn­um í Indó­nes­íu. Í gær var til­kynnt að níu ár dreng­ur hefði lát­ist úr sjúk­dómn­um, en auk þess eru tveir veik­ir af sjúk­dómn­um á sjúkra­húsi í borg­inni.

Tæp­lega helm­ing­ur þeirra dauðsfalla sem hafa orðið af völd­um sjúk­dóms­ins hafa verið í Indó­nes­íu. Alls hafa um 220 manns lát­ist af völd­um sjúk­dóms­ins, en enn sem komið er hef­ur veir­an ekki borist milli manna. 

Fuglaflensa kem­ur yf­ir­leitt upp í Asíu yfir vetr­ar­mánuðina og hef­ur verið til­kynnt um ný til­felli í nokkr­um lönd­um að und­an­förnu.

Á Indlandi hef­ur þurft að slátra 2,5 millj­ón­um fugla vegna mik­il fuglaflensu­far­ald­urs, þar hef­ur ekk­ert nýtt til­felli greinst í tvo daga og er von­ast til þess að tek­ist hafi að heft út­breiðslu veik­inn­ar.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka