Tvítug kona lést úr H5N1 afbrigði fuglaflensu í Jakarta í morgun og er hún sú 100 sem lætur lífið úr sjúkdómnum í Indónesíu. Í gær var tilkynnt að níu ár drengur hefði látist úr sjúkdómnum, en auk þess eru tveir veikir af sjúkdómnum á sjúkrahúsi í borginni.
Tæplega helmingur þeirra dauðsfalla sem hafa orðið af völdum sjúkdómsins hafa verið í Indónesíu. Alls hafa um 220 manns látist af völdum sjúkdómsins, en enn sem komið er hefur veiran ekki borist milli manna.
Fuglaflensa kemur yfirleitt upp í Asíu yfir vetrarmánuðina og hefur verið tilkynnt um ný tilfelli í nokkrum löndum að undanförnu.
Á Indlandi hefur þurft að slátra 2,5 milljónum fugla vegna mikil fuglaflensufaraldurs, þar hefur ekkert nýtt tilfelli greinst í tvo daga og er vonast til þess að tekist hafi að heft útbreiðslu veikinnar.