Fundnir sekir um mismunun í sænskri sundlaug

Sænsk­ur áfrýj­un­ar­dóm­stóll dæmdi í dag að starfs­menn sund­laug­ar í Gauta­borg hafi mis­munað tveim­ur mæðrum sem eru íslam­trú­ar, þegar sund­lauga­verðir kröfðust þess að þær tækju niður höfuðslæður og fatnað sem hyldi lík­ama þeirra. Var borg­ar­yf­ir­völd­um í Gauta­borg gert að greiða mæðrun­um 20 þúsund sænsk­ar krón­ur, rúm­ar 202 þúsund ís­lensk­ar krón­ur, í skaðabæt­ur.

 Í niður­stöðu dóms­ins kem­ur fram að dóm­ar­ar telji að með þessu hafi kon­un­um verið mis­munað þegar þeim var gert að fækka föt­um. Með þessu snéri dóm­stóll­inn ákvörðun und­ir­rétt­ar frá því í mars á síðasta ári. 

Kon­urn­ar, Houda Morabet og Hayal Eroglu, voru ekki sam­an í sund­laug­inni með börn­um sín­um í apríl 2004 en hvor­ug þeirra fór ofan í sund­laug­ina. Báðar voru þær með slæður, í síðerma blúss­um og síðbux­um þar sem trú þeirra bann­ar þeim að sýna þessa lík­ams­hluta á al­manna­færi. 

Sund­lauga­verðirn­ir staðfestu fyr­ir dómi að það væri ekki til­greint í regl­um sund­laug­ar­inn­ar að bannað væri að vera með höfuðslæðu á sund­lauga­svæðinu né held­ur að fólk þyrfti að vera í sund­fatnaði ef það ætlaði ekki ofan í sund­laug­ina. Þeir töldu hins veg­ar að fatnaður­inn hefði komið í veg fyr­ir að mæðurn­ar gætu bjargað börn­um sín­um upp úr sund­laug­inni ef hættu bæri að hönd­um.    

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert