Þykjustukeisarar og aðrir sérvitringar vilja bjóða fram

Sjálfskipaður keisari, fjórar keisaraynjur og fjöldi annarra sérvitringa hafa falast eftir að fá að bjóða sig fram í forsetakosningunum í Rússlandi í mars, að því er formaður yfirkjörstjórnar greindi frá í dag. Alls hafa borist yfir eitt hundrað framboðsbeiðnir frá "óháðum" frambjóðendum.

„Ja, núna eru við með fjórar keisaraynjur hverja með sínu nafni og keisara,“ sagði formaðurinn, Vladimír Sjúrov, á fréttamannafundi í Moskvu í gær.

„Keisaraynjurnar sögðu að þetta væri mjög einfalt. Ekki væri hægt að halda kosningarnar án þátttöku þeirra því að þær væru einvaldar Rússlands.“

Enginn af Romanov-ættinni, síðustu keisaraættinni í Rússlandi, væri meðal frambjóðendanna.

Forsetakosningarnar í Rússlandi fara fram 2. mars. Talið er að Dmitrí Medvedev, sem nýtur stuðnings stjórnvalda, muni hafa yfirburðasigur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert