Singapore Airlines greindi frá því í gær að áætlunaflug til London á nýjustu risaþotunni, Airbus 380, hefjist 18. mars, þegar félagið hafi fengið afhenta þriðju þotuna. Það notar nú tvær vélar í áætlunarflug á milli Singapore og Sydney.
SIA var fyrsta flugfélagið sem tók A380 í notkun, og getur hver vél borið 471 farþega hið mesta, eins og farþegarýmið er skipulagt í vélum félagsins, en hægt er að koma í það allt að 853 farþegasætum.
Í vélum SIA eru m.a. 12 einkaklefar sem hægt er að loka með rennihurð, í þeim eru rúmi í fullri stærð sem á eru rúmföt hönnuð í franska tískuhúsinu Givenchy, og einnig er sjónvarp í klefanum.