Efri deild afganska þingsins styður dauðadóm yfirafgönskum blaðamanni fyrir guðlast í norður Afganistan. Pervez Kambaksh var dæmdur til dauða í síðustu viku fyrir að niðurhala og dreifa grein sem var talin móðga íslam. Hann neitar sök.
Sagt er frá því á fréttavef BBC að Sameinuðu þjóðirnar hafa gagnrýnt dóminn og segja blaðamanninn ekki hafa haft lögfræðiaðstoð í málinu.
Afganska öldungaráðið hefur gefið út yfirlýsingu um stuðning við dóminn og þó ekki hafi verið kosið á þinginu var yfirlýsingin undirrituð af leiðtoga þess, Sibghatullah Mojaddedi, sem er bandamaður forseta landsins Hamid Karzai.
Í yfirlýsingunni voru alþjóðlegar stofnanir einnig gagnrýndar fyrir að reyna að hafa áhrif á ríkisstjórnina og dómskerfi í landinu í málum sem þessum, en alþjóðlegar hreyfingar hafa reynt að fá dóminum snúið.
Kambaksh getur áfrýjað dóminum tvisvar og dómurinn þarf að vera samþykktur af forsetanum áður en hann er framkvæmdur.