Jerúsalem var hvít í morgun en þar hefur snjóað og liggur skólahald niðri, verslanir eru lokaðar og liggur skólahald niðri. Snjór er sjaldséður í Ísrael og vöktu veðurfréttir meiri athygli en aðrar, þar á meðal fréttir af væntanlegri skýrslu um stríðið í Líbanon árið 2006, sem talið er að geti orðið til þess að Ehud Olmert, forsætisráðherra, neyðist til að segja af sér.
Götur borgarinnar eru sagðar nær mannlausar en í almenningsgarðinum Gan Sacher safnaðist fólk saman til að leika sér í snjónum og er snjókarlakeppni fyrirhuguð síðar í dag.
Ekki er þó víst að af henni geti orðið því rigning tók fljótlega við af snjókomunni og því allt eins víst að snjókarlarnir verði horfnir áður en hægt verður að dæma í keppninni.