Íbúar Kenýa krefjast þess að blóðbaðið hætti

Íbúar Kenýa krefjast þess að blóðbaðiðinu sem riðið hefur yfir landið verði hætt.  Mótmælaaðgerðir vegna umdeildrar endurkosningar á forseta landsins Mwai Kibaki hafa valdið morðöldu á milli ættflokka.

Allt bendir til að vel skipulögð gengi beggja aðila standi fyrir ofbeldinu.
Tilraunir á vegum diplómata um að finna lausn á ástandinu halda áfram. 

Erindreki Sameinuðu þjóðanna Kofi Annan fundar með fulltrúum ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu með von um að komast að samkomulagi sem mun hjálpa til þess að minnka ofbeldið.

Að minnsta kosti 850 manns hafa látið lífið í ofbeldisöldunni sem kom í kjölfar kosninganna 27.desember og stjórnarandstaðan staðhæfir að forseti Kenýa, Mwai Kibaki hafi stolið kosningunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert