Íbúar Kenýa krefjast þess að blóðbaðið hætti

00:00
00:00

Íbúar Kenýa krefjast þess að blóðbaðiðinu sem riðið hef­ur yfir landið verði hætt.  Mót­mælaaðgerðir vegna um­deildr­ar end­ur­kosn­ing­ar á for­seta lands­ins Mwai Ki­baki hafa valdið morðöldu á milli ætt­flokka.

Allt bend­ir til að vel skipu­lögð gengi beggja aðila standi fyr­ir of­beld­inu.
Til­raun­ir á veg­um diplómata um að finna lausn á ástand­inu halda áfram. 

Er­ind­reki Sam­einuðu þjóðanna Kofi Ann­an fund­ar með full­trú­um rík­is­stjórn­ar og stjórn­ar­and­stöðu með von um að kom­ast að sam­komu­lagi sem mun hjálpa til þess að minnka of­beldið.

Að minnsta kosti 850 manns hafa látið lífið í of­beldis­öld­unni sem kom í kjöl­far kosn­ing­anna 27.des­em­ber og stjórn­ar­andstaðan staðhæf­ir að for­seti Kenýa, Mwai Ki­baki hafi stolið kosn­ing­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert