McCain sigraði í Flórída

00:00
00:00

Öld­unga­deild­arþingmaður­inn John McCain sigraði naum­lega í for­vali banda­rískra re­públi­kana í Flórída í nótt. McCain virðist nú lík­leg­ur til að verða val­inn fram­bjóðandi re­públi­kana til banda­rísku for­seta­kosn­ing­anna í haust, en lík­legt þykir að Rudy Giuli­ani, fyrr­um borg­ar­stjóri New York hætti við fram­boð sitt og lýsi yfir stuðningi við McCain.

McCain fékk 36% at­kvæða en helsti keppi­naut­ur hans, Mitt Rom­ney 31%. Rudy Giuli­ani fékk 15% at­kvæða, en hann hafði treyst á sig­ur í Flórída.

Mike Hucka­bee, sem vann for­valið í Iowa, þurfti góða niður­stöðu í Flórída til að eiga raun­hæf­an mögu­leika á að halda áfram slagn­um. Hann fékk 13% at­kvæða og varð í fjórða sæti. Þingmaður­inn Ron Paul varð sá fimmti, og fékk 3% at­kvæða.

Hillary Cl­int­on vann ták­næn­an sig­ur í Flórída, en þar fékk hún helm­ing at­kvæða demó­krata, en helsti keppi­naut­ur henn­ar, Barack Obama, 33%. John Edw­ards varð sá þriðji og fékk 15% at­kvæða.

For­val demó­krata í Flórída er ógilt þar sem það var haldið of snemma. Kosn­ing­in hef­ur því enga þýðingu og tóku fram­bjóðend­ur ekki þátt í kosn­inga­bar­áttu í rík­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert