Múhameðsteikningar á danska þjóðarbókasafnið

Mikil reiði greip um sig þegar birtar voru skopmyndir af …
Mikil reiði greip um sig þegar birtar voru skopmyndir af Múhameð spámanni. Reuters

Danska þjóðarbókhlaðan hefur í hyggjum, að varðveita upprunalegu skopteikningarnar 12 af Múhameð spámanni, sem ollu miklu uppnámi í múslimaríkjum fyrri hluta ársins 2006 eftir að þær birtust í blaðinu Jótlandspóstinum. 

Jytte Pedersen, talsmaður þjóðarbókhlöðunnar, segir að safnið muni varðveita myndirnar og veita aðgang að þeim fyrst um sinn í rannsóknarskyni en almennur aðgangur að þeim verði ekki fyrr en eftir áratug í það minnsta.

Danskir múslimar eru misánægðir með þessa ákvörðun. Samfélag íslamstrúar, regnhlífasamtök hópa múslima sem beittu sér mjög gegn teikningunum á sínum tíma, segja að þetta sé ekki góð hugmynd sem kunni að særa tilfinningar múslima í Danmörku og víðar.

En danski múslimapresturinn Abdul Wahid Pedersen segir að það sé mikilvægt að varðveita myndirnar þar sem þær tengist mikilvægum atburðum þar sem allt fór upp í loft í heiminum.

Ellefu af teikningunum 12 eru enn í fórum teiknaranna sjálfra en Pedersen segist telja, að þeir fallist á að gefa safninu myndirnar. Ein myndin hefur verið seld einkaaðila. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert