Ösku Gandhis varpað í hafið

Barnabarnabörn indversku sjálfstæðishetjunnar Mahatma Gandhi vörpuðu ösku hans í hafið við strönd borgarinnar Mumbai í dag til að minnast þess að 60 ár eru liðin frá því Gandhi var myrtur. Var athöfnin í samræmi við siðvenjur Hindúa. 

Duftker með ösku Gandhis var opnað og innihaldinu blandað saman við sjó. Síðan hellti Nilamben Parikh, barnabarnabarn Gandhis, úr kerinu í sjóinn.

Gandhi barðist fyrir sjálfstæði Indlands og lagði áherslu á að sú barátta færi fram með friðsömum hætti. Markmið Gandhis náðist árið 1947 þegar Indland fékk sjálfstæði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert