Fangaflug CIA á Grænlandi rannsakað

Ein þeirra flugvéla sem nefndar hafa verið í tengslum við …
Ein þeirra flugvéla sem nefndar hafa verið í tengslum við fangaflug CIA hefur margoft haft viðkomu hér á landi mbl.is/Sverrir

Dönsk stjórnvöld munu láta rannsaka þær fullyrðingar um að bandaríska leyniþjónustan (CIA) hafi notað grænlenskan flugvöll til flytja fanga til og frá Bandaríkjunum - í hinu svokallaða stríði gegnhryðjuverkum. Þetta sagði forsætisráðherra Danmerkur í dag. 

Árið 2005 hófu Danir, líkt og fleiri Evrópuþjóðir, að rannsaka meint fangaflug CIA. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt fangaflutninginn,  en þá eru fangar fluttir frá Bandaríkjunum og til annarra landa þar sem þeir eru yfirheyrðir. 

Í nýrri heimildarmynd sem danska ríkissjónvarpið sýndi í gær kemur fram að flugvélarnar hafi ekki aðeins lent á flugvöllum í Danmörku heldur einnig á Grænlandi.

„Í ljósi nýrra upplýsinga þá erum við að skoða hvað gerðist og biðja Bandaríkjamenn um útskýringar ef þörf krefur,“ sagði Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, varðandi það sem fullyrt hefur verið. Hann segir að Danir hafi áður tjáð Bandaríkjamönnum um að öll óheimil notkun á danskri lofthelgi væri „óásættanleg“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert