Giuliani hættur

Rudy Giuliani, fyrrum borgarstjóri New York, hefur tilkynnt að hann sé hættur við að sækjast eftir kjöri sem forsetaframbjóðandi bandarískra repúblikana. Giuliani lýsti í kjölfarið yfir stuðningi við öldungadeildarþingmanninn John McCain.

Giuliani hafði treyst á sigur í Kaliforníu, en hann varð sá þriðji atkvæðamesti, á eftir McCain og Mitt Romney þegar úrslit lágu fyrir í gær.

Arnold Schwartzenegger lýsti í kjölfarið einnig yfir stuðningi við McCain, en hann hefur hingað til ekki viljað gera upp á milli Giuliani og McCain.

McCain, sem þegar er á mikilli siglingu í kjölfar velgengni í forvölum flokks síns, er því laus við annan af tveimur helstu keppinautum sínum og hefur fengið tvo mikilvæga stuðningsmenn til liðs við sig.


Giuliani og McCain takast í hendur fyrir sjónvarpskappræður á dögunum
Giuliani og McCain takast í hendur fyrir sjónvarpskappræður á dögunum AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert