Giuliani hættur

00:00
00:00

Rudy Giuli­ani, fyrr­um borg­ar­stjóri New York, hef­ur til­kynnt að hann sé hætt­ur við að sækj­ast eft­ir kjöri sem for­setafram­bjóðandi banda­rískra re­públi­kana. Giuli­ani lýsti í kjöl­farið yfir stuðningi við öld­unga­deild­arþing­mann­inn John McCain.

Giuli­ani hafði treyst á sig­ur í Kali­forn­íu, en hann varð sá þriðji at­kvæðamesti, á eft­ir McCain og Mitt Rom­ney þegar úr­slit lágu fyr­ir í gær.

Arnold Schw­artzenegger lýsti í kjöl­farið einnig yfir stuðningi við McCain, en hann hef­ur hingað til ekki viljað gera upp á milli Giuli­ani og McCain.

McCain, sem þegar er á mik­illi sigl­ingu í kjöl­far vel­gengni í for­völ­um flokks síns, er því laus við ann­an af tveim­ur helstu keppi­naut­um sín­um og hef­ur fengið tvo mik­il­væga stuðnings­menn til liðs við sig.


Giuliani og McCain takast í hendur fyrir sjónvarpskappræður á dögunum
Giuli­ani og McCain tak­ast í hend­ur fyr­ir sjón­varp­s­kapp­ræður á dög­un­um AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka