Háttsettur al-Qadaliði drepinn

Þyrla á landamærum Afganistan og Pakistans í Waziristanhéraði.
Þyrla á landamærum Afganistan og Pakistans í Waziristanhéraði. Reuters

Háttsettur leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda lét lífið í Waziristanhéraði við landamæri Afganistans og Pakistans fyrr í þessari viku. Háttsettur vestrænn embættismaður staðfesti þetta síðdegis en fréttir af þessu birtust fyrst á vefsíðu, sem íslamskir hópar nota.

Maðurinn hét Abu Laith al-Libi. Á vefsíðunni, ekhlaas.org, segir að Libi hafi fallið sem píslarvottur. Ekki kemur fram hvernig dauða hans bar að.

Bandarískir leyniþjónustumenn hafa síðustu daga verið að rannsaka fréttir um að háttsettur al-Qaedaliði hafi fallið í Waziristan í vikunni. Eldflaugaárás var gerð á svæðið og voru 12 uppreisnarmenn sagðir hafa látið lífið. 

Al-Libi var einskonar þjálfunarbúðastjóri al-Qaeda og hefur komið fram á mörgum myndskeiðum, sem samtökin hafa sett á netið. Bandaríkjamenn segja að al-Libi hafi væntanlega skipulagt sprengjuárás á bandaríska herstöð í Bagram í Afganistan þegar Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, var þar í heimsókn. 23 létu lífið í árásinni.

Þá var al-Libi talinn vera mikilvægur tengiliður talibana í Afganistan og al-Qaeda. Hann var í 12. sæti á lista yfir þá sem Bandaríkjamenn vilja helst handsama og voru 200 þúsund dalir lagðir til höfuðs honum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert