Ísraelski herinn endurskoði notkun klasasprengja

Rauð málning varar við ósprunginni klasasprengju í þorpinu El Maalliye …
Rauð málning varar við ósprunginni klasasprengju í þorpinu El Maalliye í suðurhluta Líbanons AP

Í nýútkominni skýrslu um stríðið í Líbanon árið 2006 er mælt með því aði  ísraelski herinn endurskoði reglur sínar um notkun klasasprengja.

Skýrslan var unnin af fimm manna nefnd og er afrakstur 16 mánaðar rannsóknarvinnu. Í skýrslunni voru bæði stjórnvöld og her landsins gagnrýnd vegna alvarlegra mistaka við framkvæmd stríðsins.

Af tæplega 700 blaðsíður fjalla sex um klasasprengjur, en þær dreifa tugum smásprengja yfir stór svæði og skapa mikla hættu. Talið er að af fjórum milljónum slíkra smásprengja sem varpað var yfir suðurhluta Líbanons meðan á stríðinu stóð hafi um milljón ekki sprungið, en enn á eftir að óvirkja stærstan hluta þeirra og ógna þær nú lífi óbreyttra borgara.

Alls er talið að 26 Líbanar hafi látið lífið af völdum sprengja frá því að stríðinu lauk í ágúst árið 2006.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert